Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Kærleiksdagar á Krít

0

Krít lætur engan ósnortinn með fegurð sinni, menningu, góðum mat og yndislegu fólki! Heimsferðir bjóða annað árið í röð upp á ferðina „Kærleiksdagar á Krít“ en fararstjóri þessarar ferðar er Vigdís Steinþórsdóttir. Vigdís er hjúkrunarfræðingur og dáleiðari og hefur áhuga a öllu er lítur að heilsu, ekki síður andlegri en líkamlegri. Hún hefur haldið heilsunámskeið sem hún nefnir kærleiksdaga í yfir 20 ár.

Kærleiksdagar á Krít er nærandi heilsunámskeið, bæði fyrir sál og líkama. Boðið er upp á fyrirlestra, hugleiðslur og meðferðir af ýmsum toga. Um er að ræða 10 daga ferð sem er samsett af kærleiksdögum sem standa yfir í fjóra daga og sex dögum á strönd.

Á kærleiksdögunum er gist í fjórar nætur á litlu sveitahóteli sem heitir Orizon Center og stendur sunnan við Souda flóann. Á meðan á kærleiksdögum stendur verður dagskrá fyrirlestra, hugleiðslu, jóga, gönguferða, o.fl. Á matmálstímum er hægt að borða á hótelinu en hér er boðið upp á lífrænt ræktaðan mat sem eigandinn eldar af mikilli alúð. http://www.orizoncenter.com/

Í framhaldinu er gist á ströndinni í sex nætur á íbúðarhótelinu Kiwi. https://www.kiwiapartments.gr/el/

Þá er fólki frjálst að gera það sem hugurinn girnist, njóta t.d. gönguferða við ströndina, kíkja inn í þorpið Apastoli eða fara inn í borgina Chania (20 mínútna akstur með strætó). Boðið verður upp á eina fræðandi dagsferð og einnig tónheilun á ströndinni undir leiðsögn Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Farþegum þessarar ferðar stendur einnig til boða að skrá sig í kynnisferðir sem Heimsferðir bjóða upp á, eins og „Hjarta Chania“ (kynnisferð um höfuðborg Krítar) og „Santorini“ (heilsdagsferð þar sem siglt er til eyjarinnar Santorini).

 

Bæði Orizon Center og Kiwi eru látlausir og góðir gististaðir sem eru með íbúðargistingu.

Hápunktar ferðarinnar
  • Heilsunámskeið fyrir sál og líkama
  • Fyrirlestrar
  • Jóga
  • Hugleiðsla
  • Gönguferðir
  • Tónheilun með Guðrúnu Þorsteins.
  • Dagsferð innifalin
  • Íslenskur fararstjóri
  • Gist í sveit í 4 nætur
  • Gist við strönd í 6 nætur
Og margt fleira...

Bóka

Úps! Hér er bara ekkert að finna Vinsamlegast kannaðu hvort rétt lengd ferðar og/eða brottför er valin. Einnig er þér velkomið að hringja í ferðaráðgjafa okkar í síma 595-1000 fyrir nánari aðstoð

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti