Sólarferðir - Heimsferðir
Sólarferðir

Heimsferðir bjóða glæsilegt úrval sólarferða til fjölda áfangastaða. Áfangastaðir okkar henta bæði fjölskyldum, einstaklingum og hópum. Í boði er fjölbreytt úrval gistinga svo allir ættu að finna pakkaferð við sitt hæfi. Heimsferðir leggja mikla áherslu á að finna gott framboð fjölskylduhótela á öllum áfangastöðum. Sölufulltrúar okkar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á áfangastöðum okkar. Ekki hika við að hafa samband við símaverið okkar í síma 595-1000 eða í gegnum netfangið sala@heimsferdir.is

Áfangastaðir í sól 2024

 

Krít 🇬🇷
Gríska eyjan Krít grípur alla sem þangað koma með sinni einstöku menningu og sögu, landslagi og ekki síst viðmóti eyjarskeggja sem hafa sinnt ferðamönnum af sinni alkunnu snilld svo áratugum skiptir. Heimamenn töfra fram það besta úr hráefni sínu og sameina gríska og Miðjarðarhafs matarmenningu af stakri snilld. Heimsferðir hafa flogið til þessarar einstöku perlu sl 8 ár og bjóða glæsilegt úrval af gistimöguleikum. 
Costa del Sol 🇪🇸
Tvímælalaust einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sólinni, enda býður þessi áfangastaður upp á glæsilegt úrval gististaða, veitingastaða og frábæra afþreyingu. Bæirnir Torremolinos, Fuengirola, Estepona og Marbella státa af úrvali veitingastaða af öllum þjóðernum.
Costa Blanca (Alicante, Benidorm og Albir) 🇪🇸
Heimsferðir bjóða beint flug til Alicante sumarið 2024 eins og undanfarin 26 ár. Alicante svæðið er eitthvert vinsælasta orlofssvæði Íslendinga á erlendri grundu. Benidorm hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í yfir 30 ár, enda er hér að finna eitt öruggasta verðurfar í Evrópu, sól og blíða í yfir 300 daga á ári. Heimsferðir bjóða góðar gistingar í Alicante borg, Benidorm, Albir og Calpe.
Tenerife 🇪🇸
Þessi stærsta eyja í Kanaríeyja klasanum býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn, fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Gististaðir Heimsferða eru að mestu á suðurhluta eyjunnar enda er þar mesta veðursældin. Einstaklega gott loftslag er á Tenerife allt árið um kring. Glæsilegt úrval gististaða í öllum verðflokkum. 
Gran Canaria 🇪🇸
Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20─25 stiga hiti á daginn. Á suðurhluta Gran Canaria er að finna vinsælustu staði eyjarinnar, Ensku ströndina og Maspalomas, en þar eru Heimsferðir að mestu með sína gististaði. Þar eru frábærar aðstæður fyrir ferðamenn og undanfarin ár hefur átt sér stað bylting í byggingu nýrra og glæsilegra hótela.
Gardavatnið 🇮🇹
Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri og í suðri tekur Pósléttan við og er vatnið það stórt að það teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Staðurinn er margrómaður fyrir náttúrufegurð, há fjöllin sem umlykja vatnið og vínframleiðslu í Valpolicella dalnum og víðar. Allt umhverfis vatnið er að finna fjölbreyttan gróður en svæðið er nyrsta ólífu- og vínræktarsvæði í Evrópu.
Almería 🇪🇸
Á Almería strandlengjunni á suðausturhluta Spánar bjóða Heimsferðir upp á gistingu í strandbænum Roquetas de Mar. Þar er falleg 11 km löng strönd og meðfram henni hellulögð og snyrtileg strandgata þar sem upplagt er að taka góðan göngutúr, skokka, eða leigja reiðhjól enda allt á jafnsléttu.  Ströndin er hrein og falleg, milligrófur sandur og hafið virðist endalaust við sjóndeildarhringinn. Þar er hægt að njóta spænskrar menningar og eru strandirnar ekki yfirfullar, þrátt fyrir að ferðamönnum frá Evrópulöndum hafi fjölgað undanfarin ár. Gististaðir Heimsferða eru annað hvort við strandgötuna eða einni götu ofar, sem þýðir að aldrei er lengra en 200 metrar á ströndina. 
Madeira 🇵🇹
Eyjan sem tilheyrir Portúgal er rúmlega 800 ferkílómetrar að stærð og liggur í Atlantshafinu u.þ.b. 600 km vestur af ströndum Afríku. Hér ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring. Meðalhitinn í apríl er um 18°C. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjarskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Funchal er höfuðborg eyjunnar með um 70.000 íbúa. Það sem einkennir borgina öðru fremur eru stórir og fallegir skrúðgarðar með aragrúa fagurra blómategunda sem fátítt er að sjá annars staðar. En borgin hefur fleira að bjóða eins og þröngar krókóttar götur, vinaleg veitinga- og kaffihús og við höfnina vagga sér skip af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Í borginni er úrval sérverslana, minjagripaverslana og litskrúðugra markaða – með afar fjölbreyttan varning.
Albufeira 🇵🇹
Albufeira er stærsti, líflegasti og ötulasti allra dvalarstaðanna sem liggur að fallegu Algarve-strandlengju suðurhluta Portúgals. Albufeira býður upp á allt sem þarf fyrir skemmtilegt frí, með glæsilegum ströndum, dásamlegu loftslagi, fjölbreyttri starfsemi og iðandi andrúmslofti. Það er svo margt að elska við Albufeira, og þetta er ástæðan fyrir því að þessu einu sinni friðsæla sjávarþorpi hefur verið breytt í vinsælasta frístað Algarve.