Að kynnast framandi menningu og sögu á nýjum áfangastöðum undir leiðsögn reyndra fararstjóra er einstök upplifun.
Íslenskur fararstjóri leiðir sérferðir Heimsferða í samstarfi við innlenda leiðsögumenn þar sem við á. Ferðast er til ógleymanlegra áfangastaða og allt gert til að farþegar upplifi þá einstöku menningu sem ríkir á hverjum áfangastað sem margir hverjir eru framandi.
Hóparnir eru ekki of stórir og mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði, skemmtilegum dagleiðum og góðri upplifun.
Við sérsmíðum einnig sérferðir fyrir hópa og hreyfiferðir eins og hjóla-, göngu- og jógaferðir.
Sendið okkur fyrirspurn á netfangið sala@heimsferdir.is eða hafið samband í síma 595-1000.