Verona - Heimsferðir
Verona
Láttu Ítalska drauminn rætast!

Verona er í norðausturhluta Ítalíu með tæplega 260 þúsund íbúum, og er henni oft lýst sem elstu og fegurstu borg landsins. Borgin stendur við ána Adige og er næst stærsta borg norður Ítalíu. 

Í Verona geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Verona er borg menningar, lista og rómantíkur. Hún var stofnuð á 1.öld f.Kr. en þar má finna minjar frá tímum Rómarveldis og ber þar hæst hringleikahúsið Arena. Árið 2000 var borgin skráð á heimsminjaskrá UNESCO vegna borgarskipulags og byggingarlistar. Í Verona eru óteljandi kirkjur, þröngar götur, gamlar brýr, listasöfn og gallerí, og þar er tilvalið að upplifa matarmenningu Ítala og fá sér aperitivo. 

Shakespeare notaði Verona sem sögusvið í leikritum sínum; Rómeó og Júlíu og Herrarnir tveir frá Veróna. Þrátt fyrir að óvíst sé hvort Shakepeare hafi nokkurn tímann komið til Verona þá hefur harmleikurinn um Rómeó og Júlíu lokkað margan ferðamanninn til Verona og nærliggjandi borga. Ferðamenn heimsækja þá gjarnan Hús Júlíu og aðra staði tengda sögusviði Rómeó og Júlíu. 

Hagnýtar upplýsingar  - Verona
 

Fararstjórar 20-23. mars 2025:  Ágústa Sigrún Ágústsdóttir & Una Sigurðardóttir 

 

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir hefur unnið við fararstjórn af og til síðan 2002 þegar hún byrjaði á Rimini Þá hafði hún lokið leiðsögumannaprófi s og unnið við leiðsögn ítalskra og enskra ferðamanna á Íslandi. Hún er með óstjórnlega ástríðu fyrir öllu ítölsku.

Ágústa er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands en hún er einnig með bakgrunn úr listgreinum, er menntuð söngkona og söngkennari og hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum og gefið út geisladiska. 

 

Una Sigurðardóttir hefur unnið við fararstórn af og til síðan 1983. Hún byrjaði á Riccione og Rimini en er kennari að mennt en hefur lengst af auk starfað sem yfirflugfreyja og þjónustustjóri hja Arnarflugi og flugfélaginu Atlanta.  Una nýtur sín best á Ítalíu og við að hugsa um barnabörnin.

 

 

 

 

 

 

 

 


Kynnisferðir Heimsferða - Verona



 Ferð: Gönguferð um Verona
Dagsetningar:
Föstudagur 21. mars kl. 09:15 - Mæting á Hotel Ark eða mæting kl 09:45 við Arenuna 

Tími: Um 2-3 klst.

Lýsing:
Verona er oft lýst sem elstu og fegurstu borg Ítalíu. Í borginni má finna minjar frá tímum Rómarveldi, auk þess að vera borg menningar, lista og rómantíkur. Í þessari þægilegu gönguferð um gamla bæinn í Verona fræðast farþegar um og sjá helstu kennileiti borgarinnar og merka staði. Gengið um miðbæinn að tveimur fallegum torgum Piazza Erbe og Piazza Signori, en þar má sjá hallir og grafhýsi Scaligeri fjölskyldunnar. Skammt þar frá er hús Júlíu „Casa Capuletti“ með svölunum frægu. Ferðin endar við torgið Piazza Bra þar sem hið 2000 ára gamla hringleikahúsi „Arena“ stendur. Í enda göngunnar er stoppað og gestir fá að smakka Colomba sem er góðgæti ítala um páska og annað hvort kaffi eða glas af freyðandi Prosecco. 

Verð: 4.200 kr. á mann
Innifalið í verði: Heyrnatól, íslensk leiðsögn. 


Ferð: Dagsferð - Gardavatnið
Dagsetningar
Laugardagur 22. mars
Tími: Um 8 klst.

Lýsing:
Gardavatn er margrómað fyrir náttúrufegurð og há fjöllin sem umlykja vatnið. Í þessari ferð er ekið með fram bökkum Gardavatnsins og staldrað við á nokkrum völdum stöðum. Fyrsti bær sem er sóttur heim er Lazise og þaðan farið til Bardolino sem stendur við austurbakka vatnsins. Hádegisverður snæddur á frábærum stað í Bardolino og eftir það farið til Sirmione við suðurhluta vatnsins,  frjáls tími gefinn í Sirmione. Hér verður enginn ósnortinn af fegurð vatnsins, smábæjunum með litlum bæjarkjörnum, smáhöfnum, rómantískum gönguleiðum með fram vatninu, af gróðri, landslagi, stórbrotnum vegamannvirkjum og fagurri fjallasýn.

Áætluð brottför er kl. 09:00 og áætluð heimkoma kl. 17:00. 

Verð: 16.900 kr. á mann
Innifalið í verði: Akstur, 3ja rétta hádegisverður, heyrnatól og íslensk leiðsögn.


Ferð: Valpolicella vínsmökkun og hádegismatur og transfer á flugvöll
Dagsetningar
Sunnudagur 23. mars kl. 10:00 /11:00
Tími: Um 3-4 klst.

Lýsing:
Skemmtileg ferð á brottfarardegi. Ekið er skammt út fyrir borgina um hæðir Veneto héraðsins, hér er umhverfið frjósamt og fagurt og hér má víða sjá vínakra og olífutré. Ítalía er eitt mesta vínframleiðsluland í heimi, stór hluti framleiðslunnar fer fram í Veneto héraði og er svæðið einkennandi fyrir vínræktarhéruð Ítalíu. Vínin frá Valpolicella svæðinu  í kringum Verona eru líklega þekktustu vín héraðsins. Í kynnisferðinni verður víngerðin Corte Merci heimsótt og farþegum boðið upp á að smakka á framleiðslunni, eftir vínsmökkunina er boðið upp á hádegisverð og ferðin endar svo út á flugvelli.  

Verð 15.900 kr. á mann 
Innifalið í verði: Akstur, vínsmökkun, hádegisverður, akstur á flugvöll og íslensk fararstjórn. 
** Farþegar taka töskur sínar með í rútuna, þar sem ferðin endar út á flugvelli. 
*** farþegar sem bóka þessa ferð þurfa ekki að bóka akstur út á flugvöll þar sem ferðin endar á flugvellinum
**** Farþegar sem hafa núþegar bókað transfer geta látið það ganga upp í verð ferðar. 
 

Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20-25 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 15 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000

Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða!

Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.   
 



Áhugavert að skoða í Verona!

Ýmislegt er hægt að gera í Verona og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.

Arena di Verona

Rómverskt hringleikahús úr bleiklituðum marmara sem stendur við Piazza Bra torgið og er tæplega 2000 ára gamalt. Þar háðu skylmingaþrælar bardaga sín á milli og við dýr af ýmsu tagi til skemmtunar almennings. Á sumrin eru þar haldnar óperusýningar á heimsmælikvarða undir berum himni. 

Via Mazzini Aðalverslunargatan í miðbænum og liggur út frá Piazza Bra torginu. Þar eru margar glæsilegar ítalskar verslanir.
Piazza delle Erbe 

Torg í gamla bænum með fögrum byggingum og líflegum markaði. Þar er gamla „forum romanum“ og hjarta hinnar rómversku Verona. Við torgið má finna Torre dei Lamberti 84m háan varðturn, dómshúsið, Palazzo Maffei og gosbrunninn Madonna Verona.

Piazza dei Signori 

Á miðju torginu stendur stytta af skáldinu Dante. En í kringum torgið standa glæsilegar byggingar þ.á.m. er gotneskt grafhýsi Scaligeri ættarinnar. 

Museo di Castelveccio

Listasafn í miðaldarkastala frá 14.öld sem hýsir miðalda-, endurreisnar- og nútímalist (fram á 19.öld). 

Dómkirkjan - Duomo di Verona 

Elsti hluti dómkirkju Verona var byggður á 12.öld. 

Hús Júlíu - Casa di Giulietta 

Hús Júlíu við Via Cappello 23 með svölunum frægu þar sem Júlía á að hafa staðið og hlustað á ástarjátningar Rómeós. Hægt er að ganga inn í lítinn bakgarð, skoða styttu af Júlíu og horfa upp á svalirnar. 

Hús Rómeós – Casa di Romeo Hús Rómeós við Via della Arche Scaligere er ekki langt frá Húsi Júlíu í gamla bænum. 
Basilica di San Zeno / San Zeno Maggiore 

Talin ein fallegasta kirkja Norður-Ítalíu í rómönskum stíl. Kirkjan er í rómönskum stíl og eru hurðir (áður útihurð) skreyttar 48 myndskreyttum bronsplötum. Kirkjan er að hluta til fræg fyrir byggingarlistina og hins vegar fyrir að vera brúðkaupsstaður Rómeós og Júlíu eftir Shakespeare. 

Santuario Madonna di Lourdes 

Áheitastaður ofan við borgina. Þaðan er frábært útsýni yfir borgina og ána Adige. 

Giardino GiustiSkemmtilegt er að fá sér göngutúr í Giusti garðinn. Nánari upplýsingar má finna hér
JólamarkaðirUpplifðu jólaandann á jólamörkuðunum í Veróna sem haldnir eru árlega, frá miðjum nóvember til 26.desember, á Piazza dei Signori og við Mercato Vecchio.


*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.