Hvítu þorpin á Spáni

Ronda – Grazalema – Zahara de la sierra – El Bosque – Torremolinos

Gönguferðir um fjallendi Málaga og Cádiz á Spáni. Við kynnumst hinum „hvítu þorpum“ Andalúsíu og einnig skemmtilega strandbænum Torremolinos í Malagahéraði. Gist er á fallegu 4* hóteli í bænum Ronda fyrstu 4 næturnar og þaðan förum við í dagsferðir og heimsækjum 3 af þekktustu hvítu þorpum Andalúsíu: Grazalema, Zahara de la Sierra og El Bosque, öll staðsett í þjóðgarði Grazalemafjallanna.

Gengið er í grennd við þorpin sem heimsótt eru hverju sinni, um 4-6 klst. á dag. Göngurnar flokkast undir léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.

Á fimmta degi keyrum við niður að strandbænum Torremolinos í Málaga og njótum þess að liggja í sólinni og kíkja á mannlífið, en Torremolinos er einstaklega skemmtilegur strandbær með mikið úrval af búðum, veitingastöðum og börum. Hægt er að fara í stuttar ferðir á marga skemmtilega staði frá Torremolinos, t.d. fjallaþorpsins Mijas, Malagaborgar eða til breska yfirráðasvæðisins Gíbraltar svo eitthvað sé nefnt.

Innifalið: Flug, skattar. Gisting á 4* hóteli með morgunverðarhlaðborði í 4 nætur og gisting í 3 nætur á 4* hóteli með morgunverði og kvöldverði inniföldum. Þá er hádegisverður 1 sinni einnig innifalinn. Rúta og fararstjórn í göngur (íslensk og ensk). Akstur til og frá flugvelli.

Verð er miðað lágmarksþátttöku 16 manns en hámarksfjöldi er 20 manns.

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Flogið til Spánar

28. maí / sunnudagur
Flug með Primera Air til Malaga á Spáni. Flugtak kl. 06:00, lending kl. 12:40 að staðartíma. Frá Malaga til Ronda eru um 102 km og tekur aksturinn um 1,5 klst. Gisting á 4* hóteli, Hotel Catalonia Reina Victoria Wellness & Spa, í 4 nætur.

Dagur 2 – Zahara de la Sierra

29. maí / mánudagur
Við ökum til Zahara de la Sierra sem er í 45 mín. fjarlægð frá Ronda. Bærinn er afar tignarlegur, stendur upp í fjalli með kastala sem gnæfir yfir bæinn upp á toppi. Þorpið stendur fyrir ofan stórt túrkisblátt lón og er umhverfið sérstaklega fallegt. 

Genginn er hringur sem kallaður er „Cerro Coros y Puerto de las Palomas“. Gengið er fyrir ofan 1.000 metra en hækkun er óveruleg. Það er mikið og fallegt útsýni í þessari göngu. Hækkun er á bilinu 1180-1350 m.
8 km – Auðvelt – 3 klst.

Dagur 3 – Grazalema

30. maí / þriðjudagur
Keyrt er til hvíta fjallaþorpsins Grazalema sem stendur hátt upp í fjöllum en aksturinn tekur um 45 mínútur. Í þorpi Grazalema búa um 2.000 manns.

Genginn er hringur sem kallaður er „las Presillas el Puerto del Boyar“. Gengið er á fjallastíg í kringum gilið „Peñón de Grazalema“, hækkunin er á bilinu 850-1250 m.
11 km – Meðalerfitt – 5 klst.

Hin hvítu þorp hafa það öll sameiginlegt að vera staðsett í fjallendum Málaga og Cádiz og státa af litlum húsum í andalúsískum stíl, öll hvítmáluð með kalki til varnar hita á sumrin. 

Dagur 4 – El Bosque og nágrenni

31. maí / miðvikudagur
Eftir morgunmat ökum við í um 60 mínútur til þorpsins El Bosque sem þýðir „skógurinn“. Þegar komið er til þorpsins munum við taka aðra göngu í grennd við þorpið sem stendur niðri í hlíð Grazalema fjallgarðsins.

Gengið er meðfram ánni Majaceite eða „Sendero del Río Majaceite“ frá Benamahoma til þorpsins El Bosque. Á þessari leið er mikill gróður og fjölbreytt dýralíf. Lækkun á bilinu 500-250 m.
8 km – Auðvelt – 3 klst.

.

Dagur 5 – Ronda & Torremolios

1. júní / fimmtudagur
Við endum á rólegu nótunum og förum í létta gönguferð um bæinn okkar Ronda áður en við kveðjum þennan fallega bæ og höldum niður til strandlengjunnar.

Gengið er í nágrenni við bæinn Ronda, en stígurinn sem við göngum eftir „Ruta de las Murallas de Ronda y los Molinos del Tajo“. Hækkun á bilinu 600-750 m.
7 km – Meðalerfitt – 3 klst.

Eftir gönguna ökum við til bæjarins Torremolinos sem er í 1,5 klst. akstursfjarlægð.

Dagur 6 – Frjáls dagur

2. júní / föstudagur
Frjáls dagur í Torremolinos til að njóta sín á ströndinni, á hótelinu eða bara rölta um bæinn. Í Torremolinos búa u.þ.b. 70.000 manns. Bærinn tilheyrir Málagahéraði sem stendur við Miðjarðarhafið og þykir afar líflegur og skemmtilegur. Nóg er í boði í bænum: veitingastaðir, kaffihús, búðir, strendur og margt fleira.

Dagur 7 – Frjáls dagur

3. júní / laugardagur
Frjáls dagur í Torremolinos. Hægt er að heimsækja nærliggjandi bæi, t.d. hefur höfuðborg héraðsins, Malaga, upp á margt að bjóða. Skemmtileg söfn eins og Pompidou listasafn, Picasso safn eða flugvélasafn, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er gott að versla í Málaga, allar helstu verslunarkeðjurnar eru að finna í borginni, þ.á.m. H&M, Zara, Pull&Bear, Mango, El Corte Inglés. Breska yfirráðasvæðið Gibraltar er í 1,5 klst. fjarlægð, litli fjallabærinn Mijas í 20 mín. fjarlægð og bærinn Benalmádena í 15 mín. fjarlægð þar sem hægt er að heimsækja afar skemmtilegt fiðrildabú/safn.

Dagur 8 – Flogið til Íslands

4. júní / sunnudagur
Eftir morgunmat á hótelinu kveðjum við Torremolinos og höldum til Málaga. Flug með Primera Air frá Málaga til Keflavíkur. Brottför kl.13:40, lending í Keflavík kl 16:25.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7