Þjónustuverðskrá

Bókunargjald      .................................................................................   kr. 2.400

Þjónustugjald á mann vegna farbókunar í síma eða á skrifstofu.
Afgreiðslugjald      ............................................................................    kr. 2.000

Bókanir á annarri þjónustu en innifalin er í ferð, ef keypt er flug. Farmiðabókun með lest, ferju og bílaleigubíl. Bókun á gistirými: Hótel, íbúð og sumarhús. Bókun á aðgöngumiðum: Leikhús, söngleikir og kappleikir: Útvegun á vegabréfsáritun. Afmæliskveðjur og skilaboð. Bókun á annarri þjónustu en þeirri
sem innifalin er í ferð. Afgreiðslugjald greiðist pr. bókun og er óendurkræft.
Breytingagjald      ................................................................................   kr. 5.000

Breyting á farseðli. Framsal bókunar (nafnabreyting). Breyting á ferðapöntun í skipulagðri ferð. Bókun á gistingu og annarri þjónustu (ef ekki er keypt flug). Breytingagjald er óendurkræft.

Tryggingargjald v/ungbarna (0–23 mánaða)      .................................    kr. 7.000

Ungbörn fá ekki úthlutað sérsæti í flugi og farangursheimild þeirra er innifalin í farangursheimild forráðamanns. Alla jafna taka flugfélög ekki greiðslu fyrir flutning á barnakerru.

Tilboðsgjald      ..................................................................................    kr. 3.000
Tilboðsgjald v/viðbótarstaðar      .......................................................    kr. 1.500

Fyrir ráðgjöf og vinnu að tilboði vegna sérstakra ferða annarra en þeirra sem lýst er í bæklingum eða auglýsingum. Beiðni um tilboð skal lögð inn skriflega. Sé tilboða óskað til fleiri en eins áfangastaðar  er greitt sérstaklega fyrir hvern viðbótarstað. Tilboðsgjald er óendurkræft nema tilboði sé tekið.

Forfallagjald (á mann)      ....................................................................   kr. 2.200
Forfallagjald (barn, 2–11 ára)      ........................................................    kr. 1.100
Sjálfsábyrgð v/forfalla í hverju tjóni (á mann)      ..............................    kr. 6.000

Farþegum sem kaupa alferð í leiguflugi Heimsferða stendur til boða að greiða sérstakt forfallagjald við staðfestingu ferðar (á ekki við um siglingar, ýmsar sérferðir og skíðaferðir) og eru þá greiddar bætur, komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð af tilteknum orsökum (sjá upplýsingar í skilmálum Heimsferða).
Sjálfsábyrgð er í hverju tjóni.

Staðfestingargjald      ...........................................................................   kr. 25.000

Vegna staðfestingar á farpöntun. Staðfestingargjald er aðeins afturkræft innan viku frá því að pöntun er gerð. Staðfestingargjald í siglingum og sérferðum er annað og er það þá sérstaklega tilgreint í kynningu viðkomandi ferða. Staðfestingargjald í siglingum er óendurkræft frá staðfestingu pöntunar. Fullnaðargreiðsla vegna siglinga þarf að fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brottför.

Reykjavík 8. janúar 2009


Deila núverandi vefslóð með tölvupósti